Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Búið að opna Suðurlandsveg eftir umferðarslys

Umferðarslys varð á Suðurlandsvegi rétt sunnan við Hafravatnsveg upp úr klukkan níu. Þrír voru fluttir af vettvangi til skoðunar á sjúkrahúsi. Meiðsl þeirra voru þó ekki talin alvarleg.Lögreglumenn á vettvangi óskuðu eftir dráttarbílum til að draga bíla af staðnum.Veginum var lokað á milli Lækjarbotna og Gunnarshólma upp úr klukkan níu en opnað var fyrir umferð á ný um klukkan 20 mínútur í ellefu. Lögregla stjórnaði í millitíðinni umferð og hleypti bílum framhjá vettvangi til skiptis í austur og vestur.Fréttin hefur verið uppfærð.
Búið að opna Suðurlandsveg eftir umferðarslys

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta