Óresteia er hátíðarsýning Þjóðleikhússins og var frumsýnd á öðrum degi jóla. Óhætt er að segja að verkið hafi fengið frábærar móttökur og leikhópurinn allur fyrir sitt framlag. „Það er ótrúlega gaman því maður hugsaði fyrst að þetta væri afar þungt eftir hangikjötið, að bjóða fólki upp á fjóra tíma af grískum harmleik,“ segir Ebba Katrín Finnsdóttir sem fer með eitt aðalhlutverka sýningarinnar í Mannlega þættinum á Rás 1.Ebba Katrín og Ásthildur Úa Sigurðardóttir, sem fer einnig með hlutverk í sýningunni, útskrifuðust úr leikaranámi frá Listaháskóla Íslands með árs millibili en báðar reyndu þær nokkrum sinnum við inntökuprófin áður en þær komust inn. Þær hafa þó ekki unnið saman síðan árið 2014.„Það virðist ganga heilt yfir að fólk er sammála því að þetta líði ekki eins og fjórir tímar,“ s