Samtök hernaðarandstæðinga sendu frá sér yfirlýsingu um nýyfirstaðnar árásir Bandaríkjamanna á Venesúela og brottnám Nicolás Maduro forseta í dag. Í yfirlýsingunni fordæmdu samtökin háttsemi Bandaríkjamanna og settu þau í samhengi við fyrri afskipti þeirra af stjórnmálum Rómönsku Ameríku.Samtökin gagnrýndu jafnframt viðbrögð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um árásirnar. Þorgerður hefur forðast að segja berum orðum að árásin og brottnám forsetans hafi brotið gegn alþjóðalögum en hefur ýjað að því að svo kunni að vera.Yfirlýsingu samtakanna má lesa hér í heild sinni: > Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir freklega árás Bandaríkjanna á Venesúela og ránið á forsetanum Nicolás Maduro laugardaginn 3. janúar. > Um áratuga skeið hafa Bandaríkin hlutast til um málefni