Þögn ríkti í rútubílnum sem flutti lögreglumenn í gegnum ókláruð Vestfjarðagöng snemma morguns 26. október 1995. Mennirnir voru á leið frá Ísafirði til Flateyrar þar sem stórt snjóflóð hafði fallið. Á þriðja tug íbúa var saknað. Í göngunum var myrkur, stillönsum og verkfærum hafði verið rutt frá til að greiða leiðina.