Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta afturhvarf til 19. aldar valdapólitíkur

Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur og Vilborg Ása Guðjónsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segja árásir Bandaríkjamanna á Venesúela yfir helgina vekja upp spurningar um öryggi Íslands.„Fyrst og fremst hefur fókusinn verið á Grænlandi hingað til en við vitum ekki ennþá hvort og þá hvenær hann snýr sér að okkur,“ segir Vilborg Ása.Atburðir helgarinnar hafa vakið áhyggjur hjá Grænlendingum, ekki síst vegna þess að eiginkona eins helsta ráðgjafa Bandaríkjaforseta birti mynd á samfélagsmiðlum sem virðist gefa til kynna að Bandaríkin hyggist taka yfir Grænland í bráð.„Þessi færsla vakti auðvitað upp ákveðinn ugg en sömuleiðis reiði. Mér hefur fundist að í stað þess að vera einungis í ótta þá séu Grænlendingar... það sé svona meiri baráttuhugur í þeim hvað þetta varðar,“ segir Vilborg Ása.
Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta afturhvarf til 19. aldar valdapólitíkur

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta