Hópur öfgamanna hefur lýst ábyrgð á íkveikju sem leiddi til rafmagnsleysis í Berlín í gær. Yfir 30.000 heimili og um 1.900 fyrirtæki voru án rafmagns í dag.Vinstriöfgasamtök sem kalla sig Vulkangruppe sendu frá sér yfirlýsingu, sem fjallað er um á vef Guardian, þar sem þau lýsa ábyrgð á íkveikjunni. Samtökin báðust afsökunar, en afsökunarbeiðninni var aðeins beint til tekjuminna fólks sem varð fyrir áhrifum rafmagnsleysisins.Spjótunum var beint að valdastétt sem samtökin söluðu um græðgi og að ýta undir aukna notkun jarðefnaeldsneytis til orkuframleiðslu. Þar var meðal annars vísað til fjölgunar orkufrekra gagnavera í þágu gervigreindar.1.900 fyrirtæki voru án rafmagns í dag.AP/DPA / Sebastian GollnowÍbúar hjúkrunarheimilis í Berlín voru fluttir þegar rafmagnið fór af.AP/DPA / Michael Ukas