Eldur kviknaði í einbýlishúsi á Brúnastekk í Reykjavík um klukkan þrjú í nótt. Allar stöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru virkjaðar og slökkvistarfi var lokið eftir um tvær klukkustundir. Eldurinn einskorðaðist við eitt rými í húsinu en nokkrar reykskemmdir urðu á húsinu.Lárus Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir engan hafa sakað. Ekkert liggi fyrir um eldsupptök.„Þegar tilkynningin kemur þá sendum við alla dælubíla á staðinn og alla lausa sjúkrabíla á vettvang til þess að hlúa að fólki. Einhverjir voru komnir inn hjá nágrönnum og svo endaði það þannig að Rauði krossinn tók við þeim einstaklingum sem voru í húsinu því húsið er óíbúðarhæft á eftir.“