„Það sem hefur komið mér mest á óvart tengist kannski náminu sjálfu heldur bara að búa í útlöndum,“ segir sviðshöfundurinn Magnús Thorlacius sem hóf meistaranám í leikstjórn við LAMDA í London í haust. Hann segist aldrei hafa upplifað sig sem jafn mikinn Íslending áður.„Ég hef aldrei talað með jafn miklum íslenskum hreim eða jafn mikið um Ísland. Þegar ég er farinn að útskýra einhverja orðabrandara eða málfræðireglur á íslensku þá veit ég að ég er kominn aðeins of langt og þarf að stoppa mig af. Áramótaheitin mín eru kannski að reyna að tala minna um Ísland þarna úti.“Ásamt að flytja til Englands og byrja í nýju námi ákvað Magnús að gefa út leikverk sitt Skeljar, sem hann setti upp í Ásmundarsal í febrúar 2025, út á prenti. Bókin kom út á Þorláksmessu og því má segja að hann hafi rétt svo