Ali Khamenei æðstiklerkur Írans lét þau orð falla á laugardag að harkalega yrði tekið á „óeirðaseggjum“ í landinu.Að minnsta kosti tíu manns hafa þegar verið drepnir í fjöldamótmælum gegn írönskum stjórnvöldum síðustu vikuna. Khamenei tjáði sig í fyrsta sinn um mótmælin í ávarpi til áheyrendahóps í Teheran sem sýnt var í ríkissjónvarpinu á laugardag.Í ávarpinu gerði Khamenei greinarmun á fólki sem hefði fjölmennt út á götur til að mótmæla hruni íranska ríalsins og á „óeirðaseggjum“. „Við tölum við mótmælendur, embættismenn verða að tala við þá. En það er enginn tilgangur í að tala við óeirðaseggi. Óeirðaseggi verður að knésetja.“Khamenei fullyrti jafnframt, án þess að færa fram sérstök gögn því til stuðnings, að erlendir andstæðingar Írans ættu þátt í að egna til mótmælanna. „Fjöldi fólks