Volodymyr Zelenskyj Úkraínuforseti segir nauðsynlega forsendu friðarsamkomulags í stríðinu við Rússland vera að erlendir hermenn fái að hafa viðveru á úkraínskri grundu. „Hernaðarviðvera skiptir okkur tvídæmalaust miklu máli,“ sagði Zelenskyj. „Og vafalaust eru ekki allir tilbúnir í þetta [...] En viðveran er einn mikilvægasti liðurinn og jafnvel tilvist bandalags hinna viljugu veltur á því hvort þeir eru reiðubúnir til að auka viðveru sína.“Eftir fund með ráðgjöfum vestrænna leiðtoga í Kænugarði vísaði Zelenskyj sérstaklega til Bretlands og Frakklands í þessu samhengi. Ekki væri unnt að fallast á öryggistryggingar í friðarsamkomulagi án þeirra.„Bretland og Frakkland eru formenn bandalagsins,“ sagði Zelenskyj. „Hernaðarviðvera þeirra er skilyrði,“Zelenskyj benti á að aðeins kæmi fyllilega