Skuldabréfamarkaður hér á landi er stærri en hlutabréfamarkaður. Að auki hefur ávöxtun fyrirtækjaskuldabréfa verið almennt hærri en hlutabréfamarkaðar. Því hefur frekar borgað sig að lána fyrirtæki en að slást í eigendahópinn.Snorri Jakobsson, hagfræðingur og greinandi hjá Jakobsson Capital, segir Ísland of háð skammtímafjármögnun. Skortur á innviðauppbyggingu og ónæg fjárfesting í nýsköpun sé því ekki tilviljun.„60% fjármögnunar í íslenskum krónum er til skamms tíma. Það hefur afleiðingar. Það þýðir það að 60% af skuldum í íslenskum krónum er á gjalddaga á næstu 12 mánuðum. Það hefur afleiðingar vegna þess að við reiðum okkur mikið á bankafjármögnun. Bankafjármögnun hentar til dæmis mjög illa fyrir nýsköpun. Þetta er ekki gott og ekki í samræmi við það sem við hefðum átt að læra af bankah