Einn er látinn eftir banaslys sem varð á Biskupstungnabraut, skammt sunnan við Þrastarlund, upp úr klukkan hálf tvö í dag.Tveir til viðbótar voru fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Upplýsingar um líðan þeirra liggja ekki fyrir.Að sögn Lögreglunnar á Suðurlandi rákust tveir bílar saman. Sá sem lést var ökumaður sem var einn í bíl. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi.