Vilhjálmur Árnason þingmaður tilkynnti í morgun að hann vilji leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.„Margir sem höfðu trú á verkefninu sögðu að það væri hægt að ná hér góðum árangri með mér í brúnni þannig þetta var áskorun og tækifæri sem ég vildi ekki láta fram hjá mér fara,“ segir Vilhjálmur.Hann segist vilja ábyrgari rekstur sveitarfélagsins. „Það eru mikil tækifæri í rekstrinum sem er hægt að nýta til frekari uppbyggingar í bænum og til að draga úr álögum eins og fasteignagjöldum og háum æfingagjöldum og öðru slíku,“ segir hann.Nú ert þú starfandi þingmaður, ætlaru að hætta á þingi?„Ég mun bara taka ákvörðun um það að loknum sveitastjórnarkosningunum.“Áður hafa Ásgeir Elvar Garðarsson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, lýst yfir vilja til að leiða lista Sjálfstæðisflokks