Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Birkir sá fjórði sem sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni

Birkir Ingibjartsson arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar sækist eftir 3. til 4. sæti Samfylkingarinnar í prófkjöri flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Birkir Ingibjartsson, arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.AðsendHann er fjórði frambjóðandinn sem sækist eftir 4. sæti á lista flokksins. Stein Olav Romslo grunnskólakennari býður sig sömuleiðis fram í 4. sæti og Magnea Marinósdóttir stjórnmálafræðingur sækist eftir 2.-4. sæti.Þá hefur Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi boðið sig fram í 3.-4. sæti, en hún sagði sig úr Pírötum í desember og gekk til liðs við Samfylkinguna.Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram þann 24. janúar næstkomandi.
Birkir sá fjórði sem sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta