Skyrjarmur hefur líka oft verið kallaður Skyrgámur.Ragnar Th SigurðssonJólasveinninn Skyrjarmur er sagður koma til byggða í nótt. Hann er sá áttundi í röð þeirra bræðra og er einnig þekktur undir nafninu Skyrgámur.Honum þykir skyr gott, eins og svo mörgum, og var þekktur fyrir það að brjóta jafnvel hlemminn ofan af tunnum fullum af skyri og háma svo í sig þar til hann stóð á blístri.