Umhverfis- og orkumálaráðherra er ánægður með skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um snjóflóðið í Súðavík 1995. „Það er auðvitað ekki hægt að ætlast til þess að svona skýrsla græði sárin með einhverjum hætti en vonandi veitir hún þó einhver svör,“ segir ráðherra. Hann hyggst auka fjárveitingar til byggingar og viðhalds ofanflóðavarna og efla náttúruvárvöktun Veðurstofunnar.„Í raun og veru er þetta skýrsla sem hefði kannski betur komið út fyrir 20 árum en það er gríðarlega mikilvægt og gott að hún sé komin fram og mér sýnist hún mjög vel unnin og skrifuð af virðingu gagnvart viðfangsefninu,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- og orkumálaráðherra.Aðspurður segir ráðherra að í framhaldinu sé rétt að skoða hvort ástæða sé til að gera svipaða skýrslu um snjóflóðið á Flateyri.„Það sem mér f