Meirihluti Alþingis samþykkti síðdegis frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um kílómetragjald á ökutæki. Frá og með 1. janúar mun kílómetragjald ná yfir öll ökutæki en hingað til hefur það náð yfir rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla. Á sama tíma falla eldsneytisgjöld niður.Frumvarpið var samþykkt með 34 atkvæðum meirihlutans gegn 18 atkvæðum stjórnarandstöðu.Síðar í dag verða atkvæði greidd um fjárlagafrumvarpið.RÚV / Ragnar Visage