Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa tilkynnt að tveir dómarar við Alþjóðlega sakamáladómstólinn (ICC) verði beittir refsiaðgerðum. Er það vegna meintrar óvildar dómaranna í garð Ísrael og óréttmætra aðgerða, samkvæmt Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.