Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur, segir að vísindamaður við Harvard-háskóla beri að hluta til ábyrgð á því að óvenju margir hafi sett á sig samsæriskenningahattinn varðandi halastjörnuna 3I/ATLAS og haldi að hún sé í raun eitthvað allt annað, jafnvel geimskip úr öðru sólkerfi.