Stjórn Ölgerðarinnar hefur ákveðið að hefja undirbúning að breyttu skipulagi samstæðunnar. Móðurfélagið verður endurnefnt Bera og nýtt dótturfélag stofnað um drykkjarvörustarfsemi Ölgerðarinnar. Rekstrarfélögin verða sjálfstæðari en stoðþjónusta sameinuð hjá móðurfélaginu. Breytingarnar eru háðar samþykki hluthafafundar og leyfisveitingum.