Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Fimm ára fangelsi fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Halldór Loga Sigurðsson í fimm ára fangelsi fyrir stunguárás í Reykjanesbæ í júní. Hann er sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, en hann lagði ítrekað til karlmanns á sjötugsaldri með hnífi.Lögregla fékk tilkynningu um árásina klukkan 22.15 að kvöldi föstudagsins 20. júní. Fórnarlambið var með stunguáverka á hendi, hnakka og baki og var flutt með hraði á Landspítalann. Halldór Logi hafði flúið af vettvangi, en lögregla bar kennsl á hann af öryggismyndavélum. Lögregla hafði að lokum uppi á honum í heimahúsi. Þar tók kona á móti lögreglu og sagði Halldór vera að hóta henni og öðrum manni á heimilinu lífláti. Hann var síðan handtekinn án mótspyrnu.Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir og hefur verið í haldi síðan. Í dómnum kemur fram að frambur
Fimm ára fangelsi fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta