Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Stefnir allt í að þingið fari í jólafrí

Stefnt er að því að afgreiða fjárlög og þar með ljúka þingstörfum fyrir jólafrí í kvöld. Samkomulag um þingstörfin lá fyrir í gær en óvænt krafa Viðresisnar um að fá frumvarp um afturköllun verndar samþykkt fyrir jólafrí lagðist illa í stjórnarandstöðuna. Hefur fréttastofa heimildir fyrir því að hart hafi verið deilt á fundi þingflokksformanna í gærkvöldi.Þingstörf fóru vel af stað í morgun en í hádeginu var ítrekað gert hlé á þingfundi eftir því sem mælendaskrá í umræðu um kílómetragjald lengdist mjög. Þingflokkarnir náðu að lokum samkomulagi sem fólst í að Viðreisn var gerð afturreka með sínar kröfur og mælendaskráin tæmdist.Alþingismenn eru að ljúka störfum fyrir jól.RÚV / Ragnar Visage
Stefnir allt í að þingið fari í jólafrí

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta