Jón Ingi Ingibergsson hefur verið kjörinn forstjóri PwC á Íslandi af eigendum félagsins og tekur við starfinu frá og með áramótum. Í tilkynningu segir að Jón Ingi búi að fjölbreyttri stjórnunarreynslu auk djúprar sérfræðiþekkingar á sviði skatta- og lögfræðiráðgjafar.