Eftirmálar eldsins í fjósinu.Kristófer Óli BirkissonBúið er að slökkva eld sem kviknaði í fjósi við bæinn Brimnes í Dalvík í kvöld. Slökkvilið Akureyrar, sem var kallað á vettvang, lauk við að slökkva eldinn stuttu fyrir klukkan ellefu um kvöld. Rífa varð þakið af fjósinu þar sem eldur hafði kviknað milli klæðninga. Engan sakaði í eldinum, hvorki menn né dýr.