Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Árás á bandarísk tæknifyrirtæki og almenning

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir ákvörðun Evrópusambandsins að sekta samfélagsmiðilinn X um 120 milljónir evra fyrir að brjóta gegn nýrri stafrænni löggjöf sambandsins.Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í færslu á X síðdegis að sekt Evrópusambandsins sé ekki aðeins árás á X heldur öll bandarísk tæknifyrirtæki. Enn fremur sé þetta árás á bandarísku þjóðina af hálfu erlendra stjórnvalda. Rubio endaði færslu sína á því að segja að dagarnir þar sem Bandaríkjamenn eru ritskoðaðir á netinu séu liðnir.Varaforseti Bandaríkjanna sagði í gær að ESB ætlaði að sekta X fyrir að beita ekki ritskoðun á miðli sínum og vísaði þar til orðróma um að sekt yrði gerð innan skamms. Tæknimálastjóri ESB vísaði þessu á bug á blaðamannafundi í morgun og sagði sektina aðeins snúast um gegnsæi
Árás á bandarísk tæknifyrirtæki og almenning

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta