Uppskriftabókin Vatn og Brauð - Fangaréttir kom út í dag en þar er að finna fimmtíu uppskriftir eftir 35 fanga í íslenskum fangelsum. Fangavörðurinn Margrét Birgitta Davíðsdóttir er hugmyndasmiður og ritstjóri bókarinnar en bókin kemur loksins út fimm árum eftir að hún fékk hugmyndina.