Fyrrverandi samgönguráðherra segir ljóst að ný forgangsröðun jarðganga sé pólitísk og ekki gerð á þeim faglegu forsendum sem ríkisstjórnin hafi haldið fram. Innviðaráðherra sagðist í viðtali við Austurfrétt í gær ekki hafa lesið alla skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri um jarðgöng á Austurlandi, sem hann vísaði til í rökstuðningi fyrir breyttri forgangsröðun. SKÝRSLAN EKKI LESIN OG ÁKVÖRÐUN EKKI BYGGÐ Á FAGLEGUM GRUNNI Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir ljóst að þegar tilvitnanir ráðherra í skýrsluna sem lögð er til grundvallar ákvörðuninni standist ekki, sé ákvörðunin pólitísk en ekki fagleg.„Það er ljóst að ríkisstjórnin tekur pólitíska ákvörðun, þau halda því fram, bæði innviðaráðherra og forsætisráðherra að um