Enn liggur ekki fyrir hver fjárhæð veiðigjalds næsta árs verður, þrátt fyrir ákvæði laga um að ríkisskattstjóri geri tillögu um fjárhæð þess til ráðherra eigi síðar en 1. desember ár hvert. Enn sem komið er hafa ekki fengist svör frá stjórnvöldum um hvað veldur töfinni en sjávarútvegsfyrirtæki sem eiga að greiða gjaldið eru farin að lengja eftir því að vita hvað þau eigi að borga á næsta ári.