Tvö nýuppgötvuð tónverk eftir tónskáldið Johann Sebastian Bach voru frumflutt í Tómasarkirkjunni í Leipzig í Þýskalandi í dag, en þar var Bach kontor. Það tók Peter Wollny, forstöðumann Bach-safnsins í Leipzig, þrjátíu ár af rannsóknarvinnu að eigna tónskáldinu verkin. Hvorugt þeirra er merkt Bach, né með hans rithönd eða dagsett. Verkin fundust í konunglega bókasafninu í Belgíu.Menningarráðherra Þýskalands sagði það ótrúlega heppni að verkin hefðu uppgötvast. „Þetta er heimsfrétt, frumflutningur fyrir okkur öll á verki eftir 320 ára gleymsku og jafnvel lengur. Þetta á eftir að gleðja marga tónlistarunnendur um allan heim.“