Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið tvítugan Bandaríkjamann sem grunaður er um að hafa verið áhrifamikill í glæpahópnum 764. Maðurinn situr meðal annars á myndefni af íslenskri unglingsstúlku sem var föst í klóm hópsins í þrjú ár.Stúlkan og móðir hennar sögðu frá kynnum sínum af 764 í Kastljósi fyrir mánuði. Stúlkan var þvinguð til sjálfsskaða í beinu netstreymi og varð vitni að grófu ofbeldi gegn öðrum ungmennum. TUGIR LIÐSMANNA 764 HANDTEKNIR Samkvæmt upplýsingum frá Europol hafa að minnsta kosti 20 verið handteknir í tengslum við 764 í Evrópu. Ekki liggur fyrir hve margir hafa verið handteknir á heimsvísu en þeir eru margfalt fleiri. Þó nokkrir hafa fengið þunga fangelsisdóma, þar með taldir einstaklingar sem stúlkan segir hafa brotið á sér.Stúlkan segir manninn sem alríkislö