Börnum sem neyddust til að flytja frá Grindavík vegna eldsumbrota líður verr en jafnöldrum. Börnin meta lífsánægju sína og félagsleg tengsl verri en börn á sama aldri á landsvísu. Þetta gefa niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar til kynna.Líf Grindvíkinga breyttist á svipstundu þegar rýma þurfti bæinn vegna jarðhræringa fyrir tveimur árum. Fyrir tveimur árum bjuggu þar um 3800 manns en nú eru íbúar um 400 til 450.Rúmlega 200 börn sem þurftu að yfirgefa heimili sín 10. nóvember 2023 tóku þátt í Íslensku æskulýðsrannsókninni. Börn frá Grindavík voru skráð í að minnsta kosti 68 grunnskóla víðs vegar um landið í vor.Menntavísindasvið Háskóla Íslands annast Íslensku æskulýðsrannsóknina og ákvað í á að beina sérstaklega sjónum að líðan barna frá Grindavík. Rannsóknin nær til barna í 6. ti