Það kemur fyrir að foreldrar þynni út sýklalyfjamixtúrur með vatni. Mixtúrurnar hafa þegar verið blandaðar fyrir afhendingu úr apóteki. Þetta getur haft áhrif á virkni lyfjanna aukið sýklalyfjaónæmi. Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, lyfjafræðingur og starfandi formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, segir félagið hafa fengið ábendingar um þetta frá lyfsölum. Ástæðan sé einfaldur misskilningur.„Í þessu tiltekna atriði sem var verið að upplýsa okkur um þá hafði foreldri farið heim með sýklalyfjamixtúru og blandað hana líka - eða bætti við hana sjálfur vatni,“ segir Sigurbjörg sem tekur fram að allar sýklalyfjamixtúrur sem fara út úr apóteki á Íslandi séu þegar blandaðar. Þegar foreldrar bæti við vatni séu þeir í raun búnir að þynna út mixtúruna. UPPLÝSINGAR ÆTLAÐAR LYFJAFRÆÐINGUM Þetta geri