Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Stuðmenn snertu strengi í Eldborg

Fyrsta plata Stuðmanna, Sumar á Sýrlandi, kom út 17. júní árið 1975 og er 50 ára í ár.Af því tilefni var hún flutt í heild sinni á tónleikum í Eldborg í Hörpu á laugardaginn - tvisvar!Tónleikarnir voru kynntir sem Stuðmannaveisla og Stuðmenn voru þarna flestir, en líka ýmsar Stuð-stjörnur aðrar sem sungu lög Stuðmanna; Bríet, Friðrik Dór, Mugison, Magni og Salka Sól.Þarna voru Stuðmennirnir Jakob Frímann, Ásgeir og Þórður.Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla sungu allir á tónleikunum en þeir þrír höfðu ekki komið fram saman á Stuðmannasviði síðan 1976.Jakob Smári spilaði á bassa, Guðmundur Pétursson á gítar og Þórir Úlfarsson á píanó, en hann var líka hljómsveitarstjóri.Rokkland var á svæðinu og hitti Stuðmenn og söngvarana Magna, Mugison, Bríeti og Friðrik Dór eftir fyrri tónleikana.
Stuðmenn snertu strengi í Eldborg

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta