Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Grunsamleg mannréttindasamtök kaupa líklega þjónustu af skúffufyrirtæki í miðbænum

Samtökin Al-Majd Europe, sem hafa staðið fyrir flugferðum Gaza-búa til Suður-Afríku, eru til rannsóknar hjá yfirvöldum þar. Samtökin ferja fólk til Suður-Afríku án tilskilinna landvistarleyfa.Í umfjöllun Al Jazeera sagði að vefsíða þeirra væri skráð hjá fyrirtæki sem er með íslenskt heimilisfang og er bendlað við fjársvik, kúgun og auðkennisþjófnað. Nánari athugun fréttastofu leiddi í ljós að íslenska heimilisfangið er Kalkofnsvegur 2 í Reykjavík.Fréttastofa fjallaði um fyrirtækið Witheld for privacy á síðasta ári en það er skráð til húsa við sama heimilisfang. Steinarr Kr. Ómarsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir afar líklegt að Samtökin nýti sér þjónustu fyrirtækisins sem sé í eigu bandarísks fyrirtækis að nafni Namecheap.„Þau eru örugglega ekki hér til húsa
Grunsamleg mannréttindasamtök kaupa líklega þjónustu af skúffufyrirtæki í miðbænum

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta