Sótt verður að skipulagðri brotastarfsemi úr öllum áttum. Í aðgerðapakka sem er nú í undirbúningi í dómsmálaráðuneytinu er unnið að því að löggæsla verði efld, bæði með mönnun og úrræðum, en einnig er verið að skoða lagaumgjörð lögreglulaga, sakamálalaga og hegningarlaga.