Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Bridget Jones gerð ódauðleg á Leicester-torgi

Óskarsverðlaunaleikkonan Renée Zellweger og Helen Fielding rithöfundur voru á meðal viðstaddra þegar stytta af Bridget Jones var afhjúpuð í London í dag.„Mér finnst ég heppin, maður býst ekki við að taka þátt í einhverju sem verður að þessu. Mér finnst þetta einstakt á einhvern hátt,“ segir Renée Zellweger sem hefur leikið Jones í fjórum kvikmyndum.Helen Fielding, sem skapaði Jones, segir Zellweger eiga stóran þátt í velgengninni. „Hún líkist henni á vissan hátt. Hún er ljúf og fyndin en í raun mjög klár, sterk og góð manneskja. Hún skilur hana betur en ég. Ég hef engar áhyggjur af Bridget í hennar höndum.“Leikstjórinn Michale Morris tekur í sama streng. „Renée er svo hlý, orkumikil og góðhjörtuð og ég held að það skíni í gegnum skjáinn og þess vegna urðum við ástafangin af henni Bridget.“
Bridget Jones gerð ódauðleg á Leicester-torgi

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta