Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Snorri Helgason í Borgartúni

Snorri Helgason hefur starfað við tónlist í drjúgan tíma og varð þekktur með Sprengjuhöllinni sem var stofnuð 2005 og gaf út tvær plötur. Snorri er þekktur á sínum sólóferli fyrir þjóðlagaskotið indie popp með áherslu á sögur, karaktera og persónulegt sjónarhorn.Sólóferill Snorra byrjar árið 2009 með plötunni I'm Gonna Put My Name On Your Door, og svo komu þær koll af kolli Winter Sun, Autumn Skies, Vittu til, Margt býr í þokunni, Víðihlíð og loks sjöunda sólóplatan Borgartún í ár.Að sögn Snorra er nýja platan Borgartún myndlíking fyrir lífið á milli drauma og veruleika og byggir á raunpersónum úr reykvískum samtíma. Borgartún inniheldur níu frumsamin lög og er spiluð af hljómsveit hans Snákunum.Snorri Helgason hitti Atla Má Steinarsson og þeir ræddu feril hans og nýju plötuna Borgartún.
Snorri Helgason í Borgartúni

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta