Stjórnir Arctic Adventures og Kynnisferða (Icelandia) hafa undirritað samkomulag vegna áforma um sameiningu félaganna. Samkomulagið er gert með fyrirvara um áreiðanleikakönnun á báðum félögum, samþykki Samkeppniseftirlitsins og samþykki á hluthafafundi félaganna.Gert er ráð fyrir því að kaupsamningsgerð ljúki fyrir áramót ásamt áreiðanleikakönnun.Fyrirtækið Arctic Adventures hefur starfað frá árinu 1983 og rekur vinsæla áfangastaði á borð við Into the Glacier, Raufarhólshelli og Hvalasafnið.Kynnisferðir var stofnað árið 1968 og rekur vörumerki á borð við Reykjavik Excursions, Flybus, og Activity Iceland.Aðsend