Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Skrifar í hettupeysu með þungarokk í eyrunum

„Það halda margir að við sitjum rosalega rómantísk saman og erum að skrifa. Það er ekki þannig,“ sagði Katrín Júlíusdóttir í Vikunni með Gísla Marteini.Katrín vísaði þar í að hún og Bjarni Bjarnason, eiginmaður hennar, séu afar ólíkir rithöfundar. Hún var gestur í þættinum ásamt Helgu Braga Jónsdóttur og Jóhanni Alfreð Kristinssyni. Horfðu á brot úr þættinum hér fyrir ofan.„Hann er dannaður rithöfundur, sem skrifar á daginn og gerir þetta jafnt og þétt. Ofsalega agaður í þessu,“ sagði hún. „Ég tek bara tryllinginn og skrifa á nóttunni með heyrnartól og þungarokk í hettupeysu með kókdósina og Bingókúlur. Þannig að það er ekkert rómantískt við það að við séum bæði að skrifa.“Horfðu á Vikuna með Gísla Marteini í Spilara RÚV.
Skrifar í hettupeysu með þungarokk í eyrunum

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta