Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Fjögur íslensk fyrirtæki urðu fyrir barðinu á netsvikurum

Fjársvikamenn byrjuðu í síðasta mánuði að opna heimasíður sem litu út eins og heimasíður íslenskra fyrirtækja en voru það ekki. Lögreglan segir að búið sé að loka þessum síðum. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi verið blekktur enn.Steinarr Kristján Ómarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir alla vega fjögur íslensk fyrirtæki hafa orðið fyrir barðinu á svikurunum.„Við fórum að taka eftir þessu um miðjan október að þá var verið að skrá lén á þekkt íslensk fyrirtækjaheiti, með þeim breytingum að fyrir aftan fyrirtækjanafnið kom -ehf.is til þess að byrja með. Og af því að því var síðan lokað af Isnic þá hafa brotamennirnir breytt um taktík og skrá lénin í dag sem .com“ SVÍKJA ÚT VÖRUR OG SENDA REIKNINGINN Á ÍSLAND Hann kveðst ekki geta upplýst hvaða fyrirtæki
Fjögur íslensk fyrirtæki urðu fyrir barðinu á netsvikurum

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta