Hollendingar ætla að skila Egyptum 3.500 ára gamalli höggmynd að sögn forsætisráðherrans Dick Schoof.Egypska safnið í Giza sem opnað var 1. nóvember.EPA / Mohamed HossamStyttan sýnir háttsettan embættismann við hirð faraósins Tútmóses þriðja sem var á dögum á fimmtándu öld fyrir okkar tímatal.Hún fannst nýverið á listsýningu í Hollandi. Talið er að líkneskinu hafi verið stolið meðan á arabíska vorinu stóð árið 2011 og því smyglað út úr Egyptalandi og selt á alþjóðlegum markaði með slíkar vörur.