Hamas-hreyfingin lét í gær af hendi líkamsleifar þriggja gísla til viðbótar. Rauði krossinn tók við kistum þeirra og afhenti þær Ísraelsher og leyniþjónustunni Shin Bet á Gaza, að því er segir í tilkynningu skrifstofu forsætisráðherra.Þá voru líkin flutt á réttarmeinastöð til auðkenningar og rannsóknar á því hvað olli dauða fólksins. Sérfræðingar miðstöðvarinnar hitta loks aðstandendur og greina þeim frá niðurstöðum sínum. Talsmenn hernaðarvængs Hamas segjast hafa fundið líkin þrjú snemma í gærmorgun í jarðgöngum sunnanvert á Gaza.Hazem Qassem, talsmaður Hamas, segir afhendingu líkanna í gær til marks um hve hreyfingin legði hart að sér til að standa við sitt. Þegar vopnahléssamkomulagið var gert héldu Hamas-liðar enn 48 gíslum á Gaza, 20 lífs og 28 liðnum.Síðan þá hafa allir þeir lifandi