Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að afhenda Úkraínumönnum langdrægar Tomahawk-eldflaugar.Donald Trump og Volodymyr Zelensky ræddu saman um miðjan október.EPA / AARON SCHWARTZ / POOL„Nei. Eiginlega ekki,“ sagði Trump þegar fréttamaður spurði um borð í forsetaþotunni hvort hann ætlaði að verða við óskum Volodymyrs Zelensky Úkraínuforseta.Það lá nánast fyrir eftir fund forsetanna um miðjan október. Þar gaf Trump í skyn að Úkraínumenn skyldu gefa eftir það landsvæði sem Rússar hafa hernumið. Zelensky taldi þá að viðræðum um afhendingu Tomahawk-eldflauga væri ekki lokið.