Öll umferð var stöðvuð skamma stund síðdegis í gær um Bremen-flugvöll í Þýskalandi eftir að óþekkt flygildi sást yfir vellinum. Talsmaður lögreglu segir tilkynningu um drónann hafa borist klukkan hálf átta að staðartíma og að umferð hafi þá verið stöðvuð í tæpa klukkustund.Ekki sé vitað hver stýrði flygildinu. Drónaflug hefur nokkrum sinnum valdið truflunum á flugumferð í Þýskalandi á liðnum vikum.Á föstudag var öll umferð um Brandenburgarflugvöll í Berlín stöðvuð í tvær klukkustundir og snemma í október þurfti að gera hlé á flugferðum til og frá alþjóðaflugvellinum í München tvo daga í röð.Þýsk stjórnvöld hafa ítrekað sagt drónaflug sívaxandi öryggisógn enda hafi það valdið truflunum á starfsemi flugvalla, iðnaðarsvæða og herstöðva í landinu.Þjóðverjar eru einhverjir ötulustu bandamenn Úk