Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Forseti Íslands sæmdi 26 rekkaskáta forsetamerkinu

Í gær voru 26 rekkaskátar á aldrinum sextán til átján ára sæmdir forsetamerkinu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Það er fjölmennasti hópurinn sem hlýtur forsetamerkið síðan árið 2016.Halla Tómasdóttir forseti er verndari merkisins og veitir það þeim rekkaskátum sem stundað hafa metnaðarfullt starf. Í tilkynningu frá skátahreyfingunni segir að vegferðin að forsetamerkinu taki um tvö til þrjú ár.Skátarnir séu hvattir til persónulegs vaxtar með því að sinna 24 fjölbreyttum verkefnum. Þeir þurfi að sækja fimm daga skátamót, ferðast 40 kílómetra fyrir eigin afli, sækja námskeið í leiðtogaþjálfun og tólf klukkustunda skyndihjálparsnámskeið.Þá verði þeir að velja tvö langtímaverkefni á borð við að taka að sér forystu fyrir hópi yngri skáta, að sitja í stjórn skátafélags, aðstoða við skipulagni
Forseti Íslands sæmdi 26 rekkaskáta forsetamerkinu

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta