Að minnsta kosti 20 létu lífið og á fjórða hundrað slösuðust þegar jarðskjálfti af stærðinni 6,3 reið yfir norðanvert Afganistan aðfaranótt mánudags að staðartíma. Óttast er að enn fleiri eigi eftir að finnast látin.Skjálftinn átti upptök sín á 28 kílómetra dýpi skammt frá borgunum Khulm og Mazar-i-Sharif, samkvæmt upplýsingum Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna. Hin sögufræga Bláa moska í hjarta borgarinnar Mazar-i-Sharif skemmdist í skjálftanum.Helgidómur Hazrat Ali þykir töfrandi dæmi um íslamskan arkítektúr. Moskan er þakin túrkíslituðum flísum og torgið umhverfis hana iðar yfirleitt af mannlífi.Fjöldi fólks flýði út á götur Mazar-i-Sharif af ótta við að hús þeirra hryndu, samkvæmt fréttum AFP. Fréttaritari veitunnar kveðst hafa fundið fyrir jarðskjálftanum í höfuðborginni Kabúl, í rúmleg