Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna getur ekki að svo stöddu veitt Alvotech markaðsleyfi þarlendis fyrir líftæknilyfið AVT05 í áfylltri sprautu og lyfjapenna, sem er hliðstæða við líftæknilyfið Simponi. Það er notað til meðferðar við ýmsum bólgusjúkdómum. Í tilkynningu frá Alvotech segir að Matvæla- og lyfjaeftirlitið geti ekki veitt leyfi fyrr en Alvotech hafi brugðist með fullnægjandi hætti við athugasemdum sem það gaf félaginu í júlí eftir úttekt á aðstöðu til lyfjaframleiðslu í Reykjavík. Engin önnur athugasemd er gerð við innihald umsóknarinnar. Framleiðsluaðstaða Alvotech hefur öll tilskilin leyfi frá eftirlitinu til framleiðslu, að því er segir í tilkynningunni, og félagið heldur áfram að framleiða og afhenda hliðstæður sem þegar eru á markaði. Gagnaveitan IQVIA segir sölutekjur