Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ljóst að fjárútlát Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru verði að hafa afleiðingar. Álíka meðhöndlun á opinberu fé sé aldrei fyrirgefanleg. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun.