Samtök iðnaðarins hafa þungar áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi rýmkað lántakaskilyrði til að bregðast við frosti á markaðnum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir mikla óvissu ríkja, ekki síst vegna dóms Hæstaréttar þar sem tilteknir lánaskilmálar Íslandsbanka voru úrskurðaðir ólöglegir.„Síðasta áfallið er dómur Hæstaréttar, þar sem í kjölfarið hefur dregið mjög úr húsnæðislánum. Í rauninni bætir það bara gráu ofan á svart en fram að því hefur margt haft áhrif,“ segir Sigurður.Hann nefnir sem dæmi háa vexti og lóðaskort. Lánþegaskilyrði Seðlabankans hafi valdið því að fólk komist síður inn á markaðinn. Það hafi valdið hækkun leiguverðs og meiri verðbólgu. GREIÐSLUMATSSKILYRÐI MIKIL HINDRUN Seðlabankastjóri sagði á föstudag að banki