Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Draugur á sveimi yfir Vesturbæ

Sigurður Helgason drónaflugmaður og eigandi drónaverslunarinnar DJI hengdi 3 metra langan draug á dróna sinn og flaug honum yfir Vesturbæinn í tilefni hrekkjavökunnar í gærkvöld til að gleðja íbúa.Hann segir hugmyndina hafa blundað í sér um árabil og í ár hafi hann ákveðið að láta verða af henni ásamt vinkonu sinni, drónaáhugakonunni Joana Braga, sem flaug dróna við hlið draugsins og tók hann upp.Uppátækið vakti mikla lukku hjá ungum sem öldnum og varð enginn skelkaður að sögn Sigurðar. Hann hyggst endurtaka leikinn ár hvert héðan í frá og ætlar þá að setja hátalara á drónann og spila hrollvekjandi hljóð á meðan vofan hringsólar yfir hverfinu.„Það mun ekki fara fram hjá neinum, það heyrist alveg úr hálfs kílómetra fjarlægð.“
Draugur á sveimi yfir Vesturbæ

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta